Kleinur, pítsudeig og morgunvaktir niðri á bryggju vegna Evrópuævintýris Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 08:01 Haukar urðu bikarmeistarar í síðasta mánuði og tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins. vísir/hulda margrét Leikmenn, sjálfboðaliðar, stjórnarmenn og aðrir sem að körfuknattleiksdeild Hauka koma hafa gert sitt til að sjaldséð Evrópuævintýri íslensks körfuboltaliðs verði að veruleika. Það kemur til með að kosta tæpar 12 milljónir fyrir Hauka að leika í Evrópubikar kvenna í ár. Haukakonur unnu sér sæti í riðlakeppni Evópubikarsins með því að slá út Sportiva frá Portúgal í umspili. Það þýðir að nú taka við sex leikir fram til 1. desember; þrír á heimavelli, einn í Suður-Frakklandi, einn í Norðaustur-Frakklandi og einn í Tékklandi. Haukar þurfa að standa straum af kostnaði við ferðalögin í útileikina þrjá, og útvega mat og hótel á Íslandi fyrir gesti sína úr liðum Villeneuve-d'Ascq og Tarbes frá Frakklandi, og Brno frá Tékklandi. Körfuknattleikssamband Evrópu veitir Haukum engan styrk fyrir þátttöku í keppninni. Til að fjármagna þátttökuna hafa Haukakonur sjálfar því meðal annars selt kleinur og pítsudeig, og unnið ýmis störf. Auk þess þurfa þær nú að fá frí úr skóla og vinnu til að fara í þrígang til útlanda í miðri viku, til viðbótar við ferðina til Asóreyja þar sem liðið sló Sportiva út í síðustu viku. Stelpurnar meira en til í að taka þátt í fjáröflunum „Okkur finnst þetta bara æðislegt,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, þegar blaðamaður spyr hvort það sé blessun eða bölvun fyrir deildina að hafa komist áfram í Evrópukeppninni. „Við vorum alveg undir það búin að við gætum þurft að fara í þetta verkefni, og settum þessar milljónir inn í áætlanir hjá okkur. Við lítum alls ekki á þetta sem neikvæðan hlut að hafa komist áfram. Þetta er bara verkefni sem við förum í af fullum krafti. Stelpurnar skilja þetta líka og eru meira en til í að taka þátt í fjáröflunum. Þetta er mikið ævintýri fyrir þær og skemmtilegt. Svo snýst þetta líka um alla þessa sjálfboðaliða sem vinna hér saman og það eru allir af vilja gerðir að leggja í þetta,“ segir Bragi en bætir við að hann vildi vissulega óska þess að fyrirkomulagið væri líkt og í fótboltanum, þar sem meiri árangri fylgir verðlaunafé frá knattspyrnusambandi Evrópu. Steiktu kleinur og skráðu farþega skemmtiferðaskipa „Við erum að tala um að þetta verkefni geti kostað á bilinu 10-12 milljónir króna, sennilega nær efra markinu, en við þurfum ekki að leggja út alla þá upphæð. Það á eftir að koma í ljós hvernig gengur að fá styrki með öðrum hætti eins og til dæmis með því að fá mat og slíkt. Hafnarfjarðarbær styrkir okkur líka rausnarlega eins og önnur lið úr bænum sem keppa í Evrópukeppnum,“ segir Bragi. Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar Eins og fyrr segir hefur ýmislegt verið gert til að fjármagna Evrópuævintýrið. Fyrsti leikur í riðlakeppninni verður gegn Villeneuve-d‘Ascq á Ásvöllum 14. október. „Við fengum sjálfboðaliða og stjórnarliða í eldhúsið á Ásvöllum til að steikja kleinur. Svo sáu stelpurnar um að selja þetta og keyra út, ásamt pítsudeigum, og við náðum töluverðum pening úr þessari fjáröflun. Stelpurnar voru líka að vakna 5 á morgnana til að fara niður að höfn hérna í Hafnarfirði og skrá farþega inn í landið úr skemmtiferðaskipunum sem lögðust hér að bryggju. Það var líka farið í Bónus að telja vörur, og ýmislegt gert. Þær eru mjög duglegar, og allir í stjórn og sjálfboðaliðar, og það er eina leiðin til að hægt sé að fara í svona verkefni,“ segir Bragi og bætir við: „Við fengum líka næstum því fullt hús af fólki á heimaleikinn okkar [gegn Sportiva] og þar með tekjur af því, og af leikskrá og auglýsingaskiltum. Svo eigum við bara góða samstarfsaðila almennt sem hafa haldið góðri tryggð við okkur. Við eigum enn töluverða vinnu eftir en ég er fullviss um að með góðum vilja takist þetta.“ Skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda Leikmenn Hauka eru flestir námsmenn og/eða í vinnu meðfram körfuboltanum. Bragi vonast til að það þýði ekki að þær missi af neinum Evrópuleikjanna sem nú hafa bæst við dagskrá vetrarins, og eru eins og fyrr segir hver um sig í miðri viku. „Ég hugsa að ég setji nú penna á blað og skrifi skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda, og skýri hversu einstakt þetta er. Það hafa heilu leikmannaferlarnir klárast án þess að íslenskur kvenmaður hafi nokkurn tímann séð lið reyna fyrir sér í Evrópukeppni. Okkur finnst þetta svo mikilvægt og æðislegt, og það er nauðsynlegt að það verði komið til móts við stelpurnar,“ segir Bragi og bætir við að í ferðinni til Portúgals hafi einmitt mátt sjá leikmenn með bók í hönd í biðröðum á flugvöllum, svo tíminn hafi verið vel nýttur. Haukar Körfubolti Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Haukakonur unnu sér sæti í riðlakeppni Evópubikarsins með því að slá út Sportiva frá Portúgal í umspili. Það þýðir að nú taka við sex leikir fram til 1. desember; þrír á heimavelli, einn í Suður-Frakklandi, einn í Norðaustur-Frakklandi og einn í Tékklandi. Haukar þurfa að standa straum af kostnaði við ferðalögin í útileikina þrjá, og útvega mat og hótel á Íslandi fyrir gesti sína úr liðum Villeneuve-d'Ascq og Tarbes frá Frakklandi, og Brno frá Tékklandi. Körfuknattleikssamband Evrópu veitir Haukum engan styrk fyrir þátttöku í keppninni. Til að fjármagna þátttökuna hafa Haukakonur sjálfar því meðal annars selt kleinur og pítsudeig, og unnið ýmis störf. Auk þess þurfa þær nú að fá frí úr skóla og vinnu til að fara í þrígang til útlanda í miðri viku, til viðbótar við ferðina til Asóreyja þar sem liðið sló Sportiva út í síðustu viku. Stelpurnar meira en til í að taka þátt í fjáröflunum „Okkur finnst þetta bara æðislegt,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, þegar blaðamaður spyr hvort það sé blessun eða bölvun fyrir deildina að hafa komist áfram í Evrópukeppninni. „Við vorum alveg undir það búin að við gætum þurft að fara í þetta verkefni, og settum þessar milljónir inn í áætlanir hjá okkur. Við lítum alls ekki á þetta sem neikvæðan hlut að hafa komist áfram. Þetta er bara verkefni sem við förum í af fullum krafti. Stelpurnar skilja þetta líka og eru meira en til í að taka þátt í fjáröflunum. Þetta er mikið ævintýri fyrir þær og skemmtilegt. Svo snýst þetta líka um alla þessa sjálfboðaliða sem vinna hér saman og það eru allir af vilja gerðir að leggja í þetta,“ segir Bragi en bætir við að hann vildi vissulega óska þess að fyrirkomulagið væri líkt og í fótboltanum, þar sem meiri árangri fylgir verðlaunafé frá knattspyrnusambandi Evrópu. Steiktu kleinur og skráðu farþega skemmtiferðaskipa „Við erum að tala um að þetta verkefni geti kostað á bilinu 10-12 milljónir króna, sennilega nær efra markinu, en við þurfum ekki að leggja út alla þá upphæð. Það á eftir að koma í ljós hvernig gengur að fá styrki með öðrum hætti eins og til dæmis með því að fá mat og slíkt. Hafnarfjarðarbær styrkir okkur líka rausnarlega eins og önnur lið úr bænum sem keppa í Evrópukeppnum,“ segir Bragi. Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar Eins og fyrr segir hefur ýmislegt verið gert til að fjármagna Evrópuævintýrið. Fyrsti leikur í riðlakeppninni verður gegn Villeneuve-d‘Ascq á Ásvöllum 14. október. „Við fengum sjálfboðaliða og stjórnarliða í eldhúsið á Ásvöllum til að steikja kleinur. Svo sáu stelpurnar um að selja þetta og keyra út, ásamt pítsudeigum, og við náðum töluverðum pening úr þessari fjáröflun. Stelpurnar voru líka að vakna 5 á morgnana til að fara niður að höfn hérna í Hafnarfirði og skrá farþega inn í landið úr skemmtiferðaskipunum sem lögðust hér að bryggju. Það var líka farið í Bónus að telja vörur, og ýmislegt gert. Þær eru mjög duglegar, og allir í stjórn og sjálfboðaliðar, og það er eina leiðin til að hægt sé að fara í svona verkefni,“ segir Bragi og bætir við: „Við fengum líka næstum því fullt hús af fólki á heimaleikinn okkar [gegn Sportiva] og þar með tekjur af því, og af leikskrá og auglýsingaskiltum. Svo eigum við bara góða samstarfsaðila almennt sem hafa haldið góðri tryggð við okkur. Við eigum enn töluverða vinnu eftir en ég er fullviss um að með góðum vilja takist þetta.“ Skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda Leikmenn Hauka eru flestir námsmenn og/eða í vinnu meðfram körfuboltanum. Bragi vonast til að það þýði ekki að þær missi af neinum Evrópuleikjanna sem nú hafa bæst við dagskrá vetrarins, og eru eins og fyrr segir hver um sig í miðri viku. „Ég hugsa að ég setji nú penna á blað og skrifi skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda, og skýri hversu einstakt þetta er. Það hafa heilu leikmannaferlarnir klárast án þess að íslenskur kvenmaður hafi nokkurn tímann séð lið reyna fyrir sér í Evrópukeppni. Okkur finnst þetta svo mikilvægt og æðislegt, og það er nauðsynlegt að það verði komið til móts við stelpurnar,“ segir Bragi og bætir við að í ferðinni til Portúgals hafi einmitt mátt sjá leikmenn með bók í hönd í biðröðum á flugvöllum, svo tíminn hafi verið vel nýttur.
Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar
Haukar Körfubolti Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti