Óvæntar kærleikskveðjur Guðrúnar vekja athygli á Selfossi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2021 20:25 Guðrún María byrjaði að setja fallegar kveðjur til fólks og er nú byrjuð að fá send blóm til baka. Aðsent Guðrún María Jóhannsdóttir, starfsmaður á pósthúsinu Selfossi, tók upp á því á dögunum að skrifa litlar kærleikskveðjur til viðskiptavina á minnismiðum með sendingum. Nú fær hún blóm til baka frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta hefur vakið mikla athygli bæjarbúa á Selfossi sem kunna vel að meta kærleiksmiðana hennar. Nú hefur Guðrún María ekki undan að sækja blóm í póstbox sem henni eru að berast frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta framtak Guðrúnar hefur vakið mikla lukku í bænum og meðal annars ratað á Facebook-síðu íbúa á Selfossi þar sem fólk talar um hversu krúttlegt og fallegt það sé að fá kærleikskveðjur með Póstinum frá starfmanni sem langar að gleðja náungann. Íbúar á Selfossi birtu myndir af miðum Guðrúnar Maríu á íbúasíðu.Aðsent „Þetta byrjaði eiginlega bara á því að ég átti sjálf svolítið auman dag. Ég var eitthvað pínu leið og hugsaði bara með mér að það væri örugglega fullt af fólki sem ætti alveg eins dag. Þannig ég hugsaði með mér að þá gæti verið notalegt að fá einhver falleg skilaboð með sér út í daginn,“ segir Guðrún María. Guðrún María vonar að fólk komi kærleikanum áfram. „Ég hef notað þetta voða mikið í gegnum tíðina, mestmegnis heima við, set í nestisboxið hjá krökkunum og á spegilinn og svona." Vonar Guðrún að fólk komi boðskapnum áfram og deili gleðinni. Blómasending í póstbox frá ánægðum einstaklingi sem fékk miðasendingu frá Guðrúnu Maríu.Aðsent „Viðskiptavinir Póstsins kunna svo sannarlega að meta þetta framtak og blóm hafa verið skilin eftir handa henni í Póstboxinu. Litlu hlutirnir geta gert svo mikið og það er gott að vera góður,“ segir Guðrún Hulda Waage, pósthússtjóri á Selfossi, ánægð með nöfnu sína. Góðverk Árborg Pósturinn Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Þetta hefur vakið mikla athygli bæjarbúa á Selfossi sem kunna vel að meta kærleiksmiðana hennar. Nú hefur Guðrún María ekki undan að sækja blóm í póstbox sem henni eru að berast frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta framtak Guðrúnar hefur vakið mikla lukku í bænum og meðal annars ratað á Facebook-síðu íbúa á Selfossi þar sem fólk talar um hversu krúttlegt og fallegt það sé að fá kærleikskveðjur með Póstinum frá starfmanni sem langar að gleðja náungann. Íbúar á Selfossi birtu myndir af miðum Guðrúnar Maríu á íbúasíðu.Aðsent „Þetta byrjaði eiginlega bara á því að ég átti sjálf svolítið auman dag. Ég var eitthvað pínu leið og hugsaði bara með mér að það væri örugglega fullt af fólki sem ætti alveg eins dag. Þannig ég hugsaði með mér að þá gæti verið notalegt að fá einhver falleg skilaboð með sér út í daginn,“ segir Guðrún María. Guðrún María vonar að fólk komi kærleikanum áfram. „Ég hef notað þetta voða mikið í gegnum tíðina, mestmegnis heima við, set í nestisboxið hjá krökkunum og á spegilinn og svona." Vonar Guðrún að fólk komi boðskapnum áfram og deili gleðinni. Blómasending í póstbox frá ánægðum einstaklingi sem fékk miðasendingu frá Guðrúnu Maríu.Aðsent „Viðskiptavinir Póstsins kunna svo sannarlega að meta þetta framtak og blóm hafa verið skilin eftir handa henni í Póstboxinu. Litlu hlutirnir geta gert svo mikið og það er gott að vera góður,“ segir Guðrún Hulda Waage, pósthússtjóri á Selfossi, ánægð með nöfnu sína.
Góðverk Árborg Pósturinn Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist