Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-16.
Ekki gekk batur í seinni hálfleik að skilja liðin að, fyrr en að rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka þegar Arnar Birkir og félagar náðu þriggja marka forskoti, 29-26.
Aue vann að lokum með minnsta mun, 30-29, en liðið er nú með fimm stig eftir fjóra leiki í þýsku B-deildinni.
Sveinbjörn Pétursson leikur einnig með Aue, en hann spilaði rúmar tíu mínútur og varði eitt skot.