Minnir á siðareglur lækna í tengslum við umræðu um stöðu bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 15:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minnti lækna á ákvæði í siðareglum lækna þess eðlis að þeir skuli gæta fyllstu varkárni í umræðu um fagleg mál, í vikulegum forstjórapistli Páls. Hann vill að starfsfólk Landspítalas sameinist í sterku ákalli til stjórnvalda. Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56