Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 21:39 Landsréttur dæmdi karlmann í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira