Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:47 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira