Pele kominn heim eftir krabbameinsaðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 07:00 Pele er einn frægasti og farsælasti knattspyrnumaður sögunnar. EPA-EFE/IAN LANGSDON Brasilíska goðsögnin Pele fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær þar sem hann hefur verið í næstum því einn mánuð. Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021 Fótbolti Brasilía Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021
Fótbolti Brasilía Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira