Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2021 19:01 Svæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi Vísir/Egill Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku. Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“ Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“
Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira