Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs: Lögin og óvissan Jón Jónsson skrifar 30. september 2021 13:01 Þann 23. september 2021 undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Reglugerðin er sett á grunni laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig höfðu verið til umfjöllunar hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Skaftárhreppi, m.a. þannig að hluti Mýrdalsjökuls félli þar undir. Af því varð ekki. Málsmeðferð og aðdragandi þessara mála mun án efa kalla á frekari eftirmála en fylgja almennu kosningaþrasi. Jafnframt vekur málið upp spurningar um valdheimildir umhverfisráðherra samkvæmt sérlögum, eins og um Vatnajökulsþjóðgarð, í samanburði við náttúruverndarlög, sem byggja á því að ákvörðun um friðlýsingar hvíli náttúruverndaráætlun samþykktri af Alþingi. Rangstöðumark? Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs skulu ákveðin í reglugerð og í 20. gr. laga 60/2007 er heimild ráðherra til reglugerðarsetningar og kveðið á um málsmeðferð. Þar kemur m.a. fram: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skal í samráði við svæðisráð og Umhverfisstofnun gera tillögu til ráðherra um reglugerð fyrir þjóðgarðinn. Í reglugerðinni skal kveðið á um stofnun þjóðgarðsins, mörk hans og rekstrarsvæða innan hans, verndun og verndarstig og staðsetningu meginstarfsstöðva. Drög að reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð skulu kynnt sveitarstjórnum á svæðinu, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við þau. Af rýningu fundargerða og annarra gagna virðist aðdragandinn þessi: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs gerði aldrei tillögu um reglugerðarbreytingu um stækkun þjóðgarðs. Slík tillaga var því ekki unnin með samráði stjórnar við svæðisráð og Umhverfisstofnun. Kynning á reglugerðarbreytingu var aðeins til sveitarfélags sem stækkun tók til, en ekki allra sveitarfélaga svæðisráðs eða þjóðgarðsins. Í raun virðist ráðherra hafa átt frumkvæði að mögulegri stækkun og setningu reglugerðar um stækkun. Jafnvel þótt ráðherra eigi trúnaðarmenn í stjórn þjóðgarðsins virðist sú leið að vinna málið þar í gegn ekki hafa verið valin. Málið fékk e.t.v. ekki nógu góðar undirtektir eða það tók of langan tíma með réttri málsmeðferð? Með því að tillagan kemur ekki frá stjórn eru meginreglur um stjórn þjóðgarðsins ekki virtar. Stjórn á m.a. að ráðstafa fé til rekstrarsvæða og samþykkja rekstraráætlun hvers svæðis. Stækkun án tillögu stjórnar, samráðs og kynningar við öll sveitarfélög og fulltrúa svæðisráða virðist endurspegla að stjórnskipulag þjóðgarðsins verður óvirkt, a.m.k. ef það flækist fyrir. Stækkunarreglugerðin virðist alls ekki unnin í samræmi við lagaheimildir ráðherra og má líkja við rangstöðumark. Rangstöðumörk eru dæmd af og oftast þarf ekki að deila um rangstöðu við hæga skoðun. Það eru þó alltaf til þeir áhangendur sem viðurkenna ekki rangstöðu þótt hún virðist ljós. Náttúruverndarlög ættu að vera meginregla friðlýsingar Náttúruverndarlög og ákvæði um náttúruverndaráætlun Alþingis fela í sér forgangsröðun og hagsmunamat, bæði faglegt mat á þeim svæðum sem skulu friðlýst með tilliti til annarrar landnýtingar og að fjármunir málaflokksins nýtist vegna mikilvægustu svæða landsins. Við friðlýsingu samkvæmt náttúruverndarlögum eru friðlýsingarskilmálar kynntir fyrir fram. Ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð eru fáorð um fyrirkomulag stækkunar, fyrir utan áðurnefnt ákvæði um að mörk þjóðgarðs skuli ákveðin í reglugerð. Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs nú hvílir ekki á því að farið hafi fram sérstök greining, forgangsröðun eða hagsmunamat á mikilvægi friðlýsingar nýs svæðis. Friðlýsingarskilmálar munu ekki liggja fyrir fyrr en stjórnunar- og verndaráætlun hefur verið unnin, e.t.v. eftir 1-2 ár. Það er með engum hætti rökrétt að ráðstöfun fjármuna til náttúruverndarmála byggi ekki á forgangsröðun um mikilvægi náttúruverndarhagsmuna samkvæmt náttúruverndaráætlun. Sérmerktar fjárveitingar vegna stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs virðast líka takmarka lögbundið hlutverk stjórnar þjóðgarðs og svæðisráða að forgangsraða fjármunum til þeirra svæða þjóðgarðsins sem eru undir mestu álagi. Eðlileg skýring á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er að stækkun á að hvíla á vandaðri málsmeðferð og stefnumörkun í náttúruverndarmálum. Þá verður að líta til lagafrumvarps um þjóðgarðinn og annarra undirbúningsgagna um hvaða svæði geti fallið undir Vatnajökulsþjóðgarð með stækkun. Augljóst virðist að lagaheimildir um þjóðgarðinn geta því ekki falið í sér að, t.d. Mýrdalsjökull verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, nema til komi bein stefnumörkun Alþingis eða lagabreyting. Önnur skýring leiðir til þess að hægt væri að fella allt miðhálendið undir Vatnajökulsþjóðgarð, einungis með ákvörðun ráðherra og þess sveitarfélags sem stækkun varðaði hvert sinn. Nýlegar stækkunarhugmyndir hljóta að verða tilefni til lagabreytinga sem tryggja að náttúruverndarlög verði meginregla um allar friðlýsingar. Í besta og versta falli Ef ný reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarð fær staðist, eru áhrif þessarar stjórnsýslu ráðherra umhugsunarverð. Ráðherra getur þá friðlýst svæði með einföldum hætti og sniðgengið málsmeðferðarkröfur laga um Vatnajökulsþjóðgarð um hvernig setja skuli reglugerð fyrir þjóðgarðinn. Það þýðir í raun að sama skapi verður heimilt að fella svæði undan þjóðgarðinum með einföldum hætti. Skyndiákvarðanir án faglegs undirbúnings og samráðs (lögbundins og þess sem felst í almennri umræðu og kynningu) grafa undan þeim varanleika sem náttúruvernd á að byggja á og trúverðugleika stjórnsýslu málaflokksins. Þetta eru áhrif stjórnsýslu umhverfisráðherra í besta falli. Í versta falli geta reglugerðir um Vatnajökulsþjóðgarð sem settar eru án þess að lögákveðin málsmeðferð fari fram verið ólögmætar. Áhrifin verða óvissa í allri starfsemi þjóðgarðsins. Ferðafólk og þeir sem hafa með höndum starfsemi gætu virt að vettugi reglur þjóðgarðsins á svæði sem lagt var undir þjóðgarð með gallaðri reglugerð. Reglur á svæðinu hefðu ekki þýðingu og aðilar sem brytu reglur yrðu sýknaðir. Þá er málið í raun verst þeim sem talað hafa fyrir hálendisþjóðgarði og kynnt að hann muni í grunninn verða lýðræðislegur með aðkomu sveitarfélaga, hagsmunaaðila o.fl. Aðferðir við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs nú, sýna að þegar hentar verða málsferðarreglur og aðkoma hagsmunaaðila sniðgengin og ráðherra fullnýtir það vald sem sækja má með alræðisskýringu lagaheimilda. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 23. september 2021 undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Reglugerðin er sett á grunni laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig höfðu verið til umfjöllunar hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Skaftárhreppi, m.a. þannig að hluti Mýrdalsjökuls félli þar undir. Af því varð ekki. Málsmeðferð og aðdragandi þessara mála mun án efa kalla á frekari eftirmála en fylgja almennu kosningaþrasi. Jafnframt vekur málið upp spurningar um valdheimildir umhverfisráðherra samkvæmt sérlögum, eins og um Vatnajökulsþjóðgarð, í samanburði við náttúruverndarlög, sem byggja á því að ákvörðun um friðlýsingar hvíli náttúruverndaráætlun samþykktri af Alþingi. Rangstöðumark? Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs skulu ákveðin í reglugerð og í 20. gr. laga 60/2007 er heimild ráðherra til reglugerðarsetningar og kveðið á um málsmeðferð. Þar kemur m.a. fram: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skal í samráði við svæðisráð og Umhverfisstofnun gera tillögu til ráðherra um reglugerð fyrir þjóðgarðinn. Í reglugerðinni skal kveðið á um stofnun þjóðgarðsins, mörk hans og rekstrarsvæða innan hans, verndun og verndarstig og staðsetningu meginstarfsstöðva. Drög að reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð skulu kynnt sveitarstjórnum á svæðinu, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við þau. Af rýningu fundargerða og annarra gagna virðist aðdragandinn þessi: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs gerði aldrei tillögu um reglugerðarbreytingu um stækkun þjóðgarðs. Slík tillaga var því ekki unnin með samráði stjórnar við svæðisráð og Umhverfisstofnun. Kynning á reglugerðarbreytingu var aðeins til sveitarfélags sem stækkun tók til, en ekki allra sveitarfélaga svæðisráðs eða þjóðgarðsins. Í raun virðist ráðherra hafa átt frumkvæði að mögulegri stækkun og setningu reglugerðar um stækkun. Jafnvel þótt ráðherra eigi trúnaðarmenn í stjórn þjóðgarðsins virðist sú leið að vinna málið þar í gegn ekki hafa verið valin. Málið fékk e.t.v. ekki nógu góðar undirtektir eða það tók of langan tíma með réttri málsmeðferð? Með því að tillagan kemur ekki frá stjórn eru meginreglur um stjórn þjóðgarðsins ekki virtar. Stjórn á m.a. að ráðstafa fé til rekstrarsvæða og samþykkja rekstraráætlun hvers svæðis. Stækkun án tillögu stjórnar, samráðs og kynningar við öll sveitarfélög og fulltrúa svæðisráða virðist endurspegla að stjórnskipulag þjóðgarðsins verður óvirkt, a.m.k. ef það flækist fyrir. Stækkunarreglugerðin virðist alls ekki unnin í samræmi við lagaheimildir ráðherra og má líkja við rangstöðumark. Rangstöðumörk eru dæmd af og oftast þarf ekki að deila um rangstöðu við hæga skoðun. Það eru þó alltaf til þeir áhangendur sem viðurkenna ekki rangstöðu þótt hún virðist ljós. Náttúruverndarlög ættu að vera meginregla friðlýsingar Náttúruverndarlög og ákvæði um náttúruverndaráætlun Alþingis fela í sér forgangsröðun og hagsmunamat, bæði faglegt mat á þeim svæðum sem skulu friðlýst með tilliti til annarrar landnýtingar og að fjármunir málaflokksins nýtist vegna mikilvægustu svæða landsins. Við friðlýsingu samkvæmt náttúruverndarlögum eru friðlýsingarskilmálar kynntir fyrir fram. Ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð eru fáorð um fyrirkomulag stækkunar, fyrir utan áðurnefnt ákvæði um að mörk þjóðgarðs skuli ákveðin í reglugerð. Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs nú hvílir ekki á því að farið hafi fram sérstök greining, forgangsröðun eða hagsmunamat á mikilvægi friðlýsingar nýs svæðis. Friðlýsingarskilmálar munu ekki liggja fyrir fyrr en stjórnunar- og verndaráætlun hefur verið unnin, e.t.v. eftir 1-2 ár. Það er með engum hætti rökrétt að ráðstöfun fjármuna til náttúruverndarmála byggi ekki á forgangsröðun um mikilvægi náttúruverndarhagsmuna samkvæmt náttúruverndaráætlun. Sérmerktar fjárveitingar vegna stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs virðast líka takmarka lögbundið hlutverk stjórnar þjóðgarðs og svæðisráða að forgangsraða fjármunum til þeirra svæða þjóðgarðsins sem eru undir mestu álagi. Eðlileg skýring á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er að stækkun á að hvíla á vandaðri málsmeðferð og stefnumörkun í náttúruverndarmálum. Þá verður að líta til lagafrumvarps um þjóðgarðinn og annarra undirbúningsgagna um hvaða svæði geti fallið undir Vatnajökulsþjóðgarð með stækkun. Augljóst virðist að lagaheimildir um þjóðgarðinn geta því ekki falið í sér að, t.d. Mýrdalsjökull verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, nema til komi bein stefnumörkun Alþingis eða lagabreyting. Önnur skýring leiðir til þess að hægt væri að fella allt miðhálendið undir Vatnajökulsþjóðgarð, einungis með ákvörðun ráðherra og þess sveitarfélags sem stækkun varðaði hvert sinn. Nýlegar stækkunarhugmyndir hljóta að verða tilefni til lagabreytinga sem tryggja að náttúruverndarlög verði meginregla um allar friðlýsingar. Í besta og versta falli Ef ný reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarð fær staðist, eru áhrif þessarar stjórnsýslu ráðherra umhugsunarverð. Ráðherra getur þá friðlýst svæði með einföldum hætti og sniðgengið málsmeðferðarkröfur laga um Vatnajökulsþjóðgarð um hvernig setja skuli reglugerð fyrir þjóðgarðinn. Það þýðir í raun að sama skapi verður heimilt að fella svæði undan þjóðgarðinum með einföldum hætti. Skyndiákvarðanir án faglegs undirbúnings og samráðs (lögbundins og þess sem felst í almennri umræðu og kynningu) grafa undan þeim varanleika sem náttúruvernd á að byggja á og trúverðugleika stjórnsýslu málaflokksins. Þetta eru áhrif stjórnsýslu umhverfisráðherra í besta falli. Í versta falli geta reglugerðir um Vatnajökulsþjóðgarð sem settar eru án þess að lögákveðin málsmeðferð fari fram verið ólögmætar. Áhrifin verða óvissa í allri starfsemi þjóðgarðsins. Ferðafólk og þeir sem hafa með höndum starfsemi gætu virt að vettugi reglur þjóðgarðsins á svæði sem lagt var undir þjóðgarð með gallaðri reglugerð. Reglur á svæðinu hefðu ekki þýðingu og aðilar sem brytu reglur yrðu sýknaðir. Þá er málið í raun verst þeim sem talað hafa fyrir hálendisþjóðgarði og kynnt að hann muni í grunninn verða lýðræðislegur með aðkomu sveitarfélaga, hagsmunaaðila o.fl. Aðferðir við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs nú, sýna að þegar hentar verða málsferðarreglur og aðkoma hagsmunaaðila sniðgengin og ráðherra fullnýtir það vald sem sækja má með alræðisskýringu lagaheimilda. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar