Flugfélagið hefur um 67 þúsund manns í vinnu á Bandaríkjamarkaði og hafa flestir skilað tilskilinni staðfestingu. Aðrir, eða um tvö þúsund manns, hafa óskað eftir undanþágu, til dæmis vegna trúarlegra eða heilsufarslegra ástæðna. BBC segir frá.
Önnur flugfélög í Bandaríkjunum hafa sett aukagjald á óbólusetta starfsmenn. Delta Airlines hefur til að mynda sett á tvö hundruð dollara aukagjald, eða rúmlega 26 þúsund krónur á mánuði, í persónutryggingar fyrir óbólusetta starfsmenn félagsins.