Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 15:31 Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsbikarnum um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira