Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 15:31 Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsbikarnum um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira