Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Snorri Másson skrifar 29. september 2021 12:34 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05
„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18