Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Snorri Másson skrifar 29. september 2021 12:34 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05
„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18