Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2021 09:06 Vatn safnaðist saman á tveimur stöðum á eyrinni á Siglufirði þegar hlánaði og rigndi eftir hádegið. Slökkviliðið á Siglufirði Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum. Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04