Virðingarleysi við Leo Messi að láta hann liggja þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 10:30 Neymar athugar hvernig Lionel Messi hefur það rétt fyrir eina aukaspyrnu Manchester City í Meistaradeildarleik PSG og City á Parc des Princes í gærkvöldi. EPA-EFE/YOAN VALAT Ein nýjasta tískan í fótboltanum er að láta menn liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum mótherjanna. Það áttu þó fáir að sjá einn besta fótboltamann sögunnar í því hlutverki. Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira