„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 00:18 Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Samsett Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira