Slæma stelpan og fyrrverandi UFC drottningin Ronda Rousey orðin móðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 07:01 Ronda Rousey ásamt eiginmanni og barnsföður sínum. Paul Archuleta/FilmMagic Hin 34 ára gamla Ronda Rousey birti færslu á Instagram-síðu þess efnis að hún hefði eignast stúlkubarn með eiginmanni sínum Travis Browne. Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld. Tímamót Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld.
Tímamót Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira