Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 20:30 Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Vísir Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla. Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla.
Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira