Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 20:30 Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Vísir Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla. Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla.
Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira