Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 16:18 Alexei Navalní situr í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð vegna umdeilds dóms frá 2014. AP/Alexander Zemlianichenko Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira