Simone Biles: Ég átti að hætta fyrir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 09:01 Simone Biles var ein af þeim fimleikakonum sem áttu mjög erfitt eftir áralanga misnotkun læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. AP/Saul Loeb Fimleikakonan Simone Biles hefur viðurkennt að það hafi verið mistök hjá sér að mæta til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó. Biles ræddi málin við blaðamann New York Magazine en hún hætti við keppni í fimm af sex úrslitum sínum á leikunum. "I should have quit before Tokyo." - @Simone_Biles opened up in a recent interview with @TheCut. For more on Simone Biles and how she has managed to cope through a very challenging past few years, tune in to our series Simone vs. Herself for free on @FacebookWatch. pic.twitter.com/UbRfCOHYQA— Religion of Sports (@religionofsport) September 27, 2021 Ákvörðun Biles vakti mikla athygli á mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu íþróttafólks. Gríðarlegar væntingar voru gerðar til Biles á leikunum en hún er ein af bestu fimleikakonum allra tíma. „Ég hefði aldrei átt að vera með í þessum Ólympíuliði eftir allt það sem ég hafði gengið í gegnum undanfarin sjö ár,“ sagði hin 24 ára gamla Simone Biles í viðtalinu við New York Magazine. Biles segir að Larry Nassar og misnotkun hans hafi haft mikil áhrif á hana andlega. Nassar var læknir bandaríska fimleikasambandsins en var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að misnota fjölda fimleikastelpna. For Simone Biles, walking away was an act of self-reclamation. She told the story of her Tokyo Games to @CAMONGHNE https://t.co/fSQ8NXKHu1 pic.twitter.com/YTixxikNjf— New York Magazine (@NYMag) September 27, 2021 „Þetta var bara of mikið fyrir mig en ég var að reyna að láta hann ekki taka eitthvað af mér sem ég hafði unnið að síðan ég var sex ára gömul,“ sagði Biles en hún hefur unnið nítján heimsmeistaratitla á ferlinum. „Ég ætlaði ekki að láta hann ræna frá mér gleðinni. Ég ýtti því fortíðinni á undan mér eins lengi og hugurinn og líkaminn leyfði mér það,“ sagði Biles. Biles átti að bæta við fleiri gullverðlaunum á leikunum í Tókýó en hún vann fern gullverðlaun á leikunum í Ríó 2016. This is stunning profile of Simone Biles. Society asks so much of sexual assault survivors, especially those in the public spotlight. That Simone chose her well-being and recovery over Tokyo is as powerful as everything she had accomplished before.https://t.co/B9Es9HmVO8— Andrea González-Ramírez (@andreagonram) September 27, 2021 „Eftir sem leikarnir nálguðust þá varð ég alltaf stressaðri og stressaðri. Ég hafði ekki eins mikið sjálfstraust eins og allar þessar æfingar hefðu vanalega skilað mér,“ sagði Biles. Biles sagði líka að litarháttur hennar kallaði á meiri pressu og meira álag. „Ég sem svört kona veit að við þurfum alltaf að gera meira því þrátt fyrir að við bætum met og annað þá er alltaf dregið úr því eins og það sé bara eðlilegasta mál hjá okkur,“ sagði Biles. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Biles ræddi málin við blaðamann New York Magazine en hún hætti við keppni í fimm af sex úrslitum sínum á leikunum. "I should have quit before Tokyo." - @Simone_Biles opened up in a recent interview with @TheCut. For more on Simone Biles and how she has managed to cope through a very challenging past few years, tune in to our series Simone vs. Herself for free on @FacebookWatch. pic.twitter.com/UbRfCOHYQA— Religion of Sports (@religionofsport) September 27, 2021 Ákvörðun Biles vakti mikla athygli á mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu íþróttafólks. Gríðarlegar væntingar voru gerðar til Biles á leikunum en hún er ein af bestu fimleikakonum allra tíma. „Ég hefði aldrei átt að vera með í þessum Ólympíuliði eftir allt það sem ég hafði gengið í gegnum undanfarin sjö ár,“ sagði hin 24 ára gamla Simone Biles í viðtalinu við New York Magazine. Biles segir að Larry Nassar og misnotkun hans hafi haft mikil áhrif á hana andlega. Nassar var læknir bandaríska fimleikasambandsins en var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að misnota fjölda fimleikastelpna. For Simone Biles, walking away was an act of self-reclamation. She told the story of her Tokyo Games to @CAMONGHNE https://t.co/fSQ8NXKHu1 pic.twitter.com/YTixxikNjf— New York Magazine (@NYMag) September 27, 2021 „Þetta var bara of mikið fyrir mig en ég var að reyna að láta hann ekki taka eitthvað af mér sem ég hafði unnið að síðan ég var sex ára gömul,“ sagði Biles en hún hefur unnið nítján heimsmeistaratitla á ferlinum. „Ég ætlaði ekki að láta hann ræna frá mér gleðinni. Ég ýtti því fortíðinni á undan mér eins lengi og hugurinn og líkaminn leyfði mér það,“ sagði Biles. Biles átti að bæta við fleiri gullverðlaunum á leikunum í Tókýó en hún vann fern gullverðlaun á leikunum í Ríó 2016. This is stunning profile of Simone Biles. Society asks so much of sexual assault survivors, especially those in the public spotlight. That Simone chose her well-being and recovery over Tokyo is as powerful as everything she had accomplished before.https://t.co/B9Es9HmVO8— Andrea González-Ramírez (@andreagonram) September 27, 2021 „Eftir sem leikarnir nálguðust þá varð ég alltaf stressaðri og stressaðri. Ég hafði ekki eins mikið sjálfstraust eins og allar þessar æfingar hefðu vanalega skilað mér,“ sagði Biles. Biles sagði líka að litarháttur hennar kallaði á meiri pressu og meira álag. „Ég sem svört kona veit að við þurfum alltaf að gera meira því þrátt fyrir að við bætum met og annað þá er alltaf dregið úr því eins og það sé bara eðlilegasta mál hjá okkur,“ sagði Biles.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira