Jordan við Curry: Golfið er erfiðara en körfuboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 16:01 Michael Jordan fylgist með Ryder bikarnum í golfi um helgina. AP/Jeff Roberson Afreksmennirnir Michael Jordan og Stephen Curry eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera einstakir leikmenn í NBA körfuboltanum heldur eru þeir líka báðir miklir golfáhugamenn. Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. NBA Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
NBA Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira