Jordan við Curry: Golfið er erfiðara en körfuboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 16:01 Michael Jordan fylgist með Ryder bikarnum í golfi um helgina. AP/Jeff Roberson Afreksmennirnir Michael Jordan og Stephen Curry eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera einstakir leikmenn í NBA körfuboltanum heldur eru þeir líka báðir miklir golfáhugamenn. Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. NBA Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
NBA Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira