Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 17:00 Barátta Ellen Fokkema fyrir að fá að spila með strákunum hefur vakið talsverða athygli. Getty/Henk Jan Dijks Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira