Félögin þrjú voru meðal tólf stofnfélaga nýrrar evrópskrar Ofurdeildar. Með þeim voru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, Atletico Madrid, AC Milan og Inter Milan, en þessi níu félög höfðu dregið sig úr þeim áformum.
Þau þrjú félög sem eftir stóðu voru því fyrrnefnd Barcelona, Real Madrid og Juventus en þau sættu rannsókn um möguleg brot á regluverki UEFA.
Nú hefur UEFA hins vegar fellt rannsóknina niður, en félögin voru sögð þurfa að borga sekt upp á 15 milljón evrur. Sú sekt hefur einnig verið felld niður.
Þá mun evrópska knattspyrnusambandið ekki heldur taka við svokallaðri „Goodwill payment,“ eða „velviljagreiðslu“ frá hinum félögunum níu sem sambandið hafði áður samþykkt.
Ensku liðin sex, Arsenal, Chelsea, Manchester United, Manchester City, Liverpool og Tottenham höfðu samþykkt að greiða samtals 22 milljónir punda í þær greiðslur.