Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 22:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“ Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“
Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira