Að skapa örorkuvænt, nýskapandi atvinnulíf Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 27. september 2021 11:30 Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun