Lazio sem sat fyrir leikinn í 9. sæti deildarinnar ásamt Empoli komst fljótlega yfir í leiknum með marki frá Milenkovic-Savic á 10. mínútu. Felipe Anderson átti þá stórkostlega sendingu inn í teiginn beint á kollinn á Milenkovic Savic sem skoraði auðveldlega.
Það var svo á 19. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystuna. En Pedro skoraði þá rétt viið vítateigslínuna eftir hraða sókn sem Ciro Immobile átti frá a til ö. 2-0 og lærisveinar Jose Mourinho í vandræðum.
Roma minnkaði þó muninn áður en það var flautað til hálfleiks. Á 41. mínútu skoraði Roger Ibanez með góðum skalla af nærsvæðinu eftir hornspyrnu. 2-1 í hálfleik og allt opið.
Á 62. mínútu töpuðu leikmenn Roma boltanum klaufalega í sókninni og Lazio geystist fram. Immobile bar boltann alla leið upp að markteignum þar sem hann lék á varnarmann, lék á markvörðinn og gaf boltann á Felipe Anderson sem skoraði auðveldlega. Frábærlega gert hjá Immobile.
Roma lagaði svo stöðuna á 68. mínútu úr vítaspyrnu. Jordan Veretout skoraði örugglega úr vítinu en nær komust gestirnir ekki og Lazio vann frábæran sigur í þessum slag fornra erkifjenda. Með sigrinum fór Lazio upp í sjötta sæti deildarinnar en Roma situr í fjórða sætinu.