„Kannski full truntulegur á köflum“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:56 Brynjar var einn af forsetum þings á nýafstöðnu kjörtímabili. Hann mun ekki setjast í þann stól á næstunni. vísir/vilhelm Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. „Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira