Inga snortin yfir stuðningnum: „Ég er nú ekki að fara að skæla eins og áður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 00:23 Inga Sæland var í gleðivímu þegar hún mætti í kosningasjónvarp Stöðvar 2. Samkvæmt fyrstu tölum er Flokkur fólksins með 11,7 prósent atkvæða á landsvísu. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hæstánægð með þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir, og hefur komið fram í nýjustu tölum í kvöld. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent