Andri: Við eigum ennþá fullt af hlutum inni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 18:55 KA/Þór sigraði Stjörnuna með einu marki, 27-26, í KA heimilinu í dag. Heimastúlkur náðu mest sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks en misstu það svo niður í eitt mark undir lok leiks. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór var sáttur með stigin tvö en fannst leiðinlegt hvernig lið hans endaði leikinn. „Leikurinn spilaðist bara upp og niður. Við vorum mjög kaflaskiptar í þessum leik, Stjarnan líka. Við áttum nokkur góð móment, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við náum frábærri vörn og fáum fyrstu tempó hraðaupphlaupsmörk sem að gefur okkur sjálfstraust og okkur svolítið forskot. Lokakaflinn hjá okkur er hins vegar arfaslakur og mér sárnar það hvernig við klárum leikinn og eins og ég segi endum á því að taka tvö stig sem er mikilvægast en mjög súrar mínútur í lokin þar sem við hlaupum mikið til baka og fáum á okkur alltof ódýr mörk og það er eitthvað sem við verðum að skoða betur því við viljum klára leikina sómasamlega.” KA/Þór byrjaði leikinn ekkert sérstaklega vel og endaði hann mjög illa þrátt fyrir sigur. Andri segir það ekki áhyggjuefni en það sé vissulega eitthvað sem þurfi að skoða. „Nei nei, ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er bara eitthvað sem við þurfum að vinna áfram í, ég meina við vinum leikinn og fáum tvö stig sem er það mikilvægasta, það er alveg þannig. Ofboðslega ánægður með margt og það er það sem ég tek mest út úr þessi en hitt er bara eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næstu verkefni sem eru stór hjá okkur og við þurfum auðvitað að koma betur inn í leikina og við þurfum að enda leikina betur og sýna bara heilsteyptari leik í 60 mínútur, við eigum ennþá fullt af hlutum inni og það er kannski eitthvað sem við eigum að taka út úr þessu.” Norðankonur náðu sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks þar sem þær settu í fluggírinn og Rakel Sara náði m.a. að skora úr þremur hraðaupphlaupum á örskömmum tíma. Andri var sammála undirrituðum að þar hafi leikurinn í raun unnist. „Já algjörlega, þar erum við að spila virkilega góðan varnarleik og bara sjálfstraust í að hlaupa og mér fannst við í raun og veru, þetta var stuttur kafli sem við spilum á eðlilegri getu má segja, og þar kom gott forskot og sem betur fer náðum við að hanga í það.” Það var frægt á síðasta tímabili þegar endurtaka þurfti leik þessara liða, sem KA/Þór vann, vegna mistaka á ritaraborði þegar gleymdist að skrá mark á Stjörnuna. Og endaði þá endurspilaði leikurinn með jafntefli. Andri segir það grafið og gleymt og liðið hugsi einungis um núverandi tímabil og næstu verkefni. „Nei nei, það er bara einfaldlega búið og íþróttir eru bara íþróttir og það þýðir ekkert að hugsa mikið til baka. Við erum bara að horfa í þetta tímabil, hitt tímabilið er bara búið og við bara að horfa í næstu verkefni alltaf þannig að nei ég geti ekki sagt að það sé eitthvað sem við notum í okkar leikjum við Stjörnuna.” „Mér finnst við eiga bara fullt af hlutum inni, það er aðallega þannig, þetta er mjög jákvætt með karakterinn að við séum að taka tvö stig en aftur á móti vil ég sjá meiri gæði hjá liðinu í heild í 60 mínútur og það er eitthvað sem að er ágætt að vita af, að við eigum fullt af hlutum inni og við þurfum að nota æfingar vel og taka út í næstu leikjum. Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, það er bikar í næstu viku og svo erum við að fara í Evrópukeppni og spennandi tímabil framundan og fullt af hlutum sem við ætlum að gera betur”, sagði Andri að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Leikurinn spilaðist bara upp og niður. Við vorum mjög kaflaskiptar í þessum leik, Stjarnan líka. Við áttum nokkur góð móment, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við náum frábærri vörn og fáum fyrstu tempó hraðaupphlaupsmörk sem að gefur okkur sjálfstraust og okkur svolítið forskot. Lokakaflinn hjá okkur er hins vegar arfaslakur og mér sárnar það hvernig við klárum leikinn og eins og ég segi endum á því að taka tvö stig sem er mikilvægast en mjög súrar mínútur í lokin þar sem við hlaupum mikið til baka og fáum á okkur alltof ódýr mörk og það er eitthvað sem við verðum að skoða betur því við viljum klára leikina sómasamlega.” KA/Þór byrjaði leikinn ekkert sérstaklega vel og endaði hann mjög illa þrátt fyrir sigur. Andri segir það ekki áhyggjuefni en það sé vissulega eitthvað sem þurfi að skoða. „Nei nei, ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er bara eitthvað sem við þurfum að vinna áfram í, ég meina við vinum leikinn og fáum tvö stig sem er það mikilvægasta, það er alveg þannig. Ofboðslega ánægður með margt og það er það sem ég tek mest út úr þessi en hitt er bara eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næstu verkefni sem eru stór hjá okkur og við þurfum auðvitað að koma betur inn í leikina og við þurfum að enda leikina betur og sýna bara heilsteyptari leik í 60 mínútur, við eigum ennþá fullt af hlutum inni og það er kannski eitthvað sem við eigum að taka út úr þessu.” Norðankonur náðu sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks þar sem þær settu í fluggírinn og Rakel Sara náði m.a. að skora úr þremur hraðaupphlaupum á örskömmum tíma. Andri var sammála undirrituðum að þar hafi leikurinn í raun unnist. „Já algjörlega, þar erum við að spila virkilega góðan varnarleik og bara sjálfstraust í að hlaupa og mér fannst við í raun og veru, þetta var stuttur kafli sem við spilum á eðlilegri getu má segja, og þar kom gott forskot og sem betur fer náðum við að hanga í það.” Það var frægt á síðasta tímabili þegar endurtaka þurfti leik þessara liða, sem KA/Þór vann, vegna mistaka á ritaraborði þegar gleymdist að skrá mark á Stjörnuna. Og endaði þá endurspilaði leikurinn með jafntefli. Andri segir það grafið og gleymt og liðið hugsi einungis um núverandi tímabil og næstu verkefni. „Nei nei, það er bara einfaldlega búið og íþróttir eru bara íþróttir og það þýðir ekkert að hugsa mikið til baka. Við erum bara að horfa í þetta tímabil, hitt tímabilið er bara búið og við bara að horfa í næstu verkefni alltaf þannig að nei ég geti ekki sagt að það sé eitthvað sem við notum í okkar leikjum við Stjörnuna.” „Mér finnst við eiga bara fullt af hlutum inni, það er aðallega þannig, þetta er mjög jákvætt með karakterinn að við séum að taka tvö stig en aftur á móti vil ég sjá meiri gæði hjá liðinu í heild í 60 mínútur og það er eitthvað sem að er ágætt að vita af, að við eigum fullt af hlutum inni og við þurfum að nota æfingar vel og taka út í næstu leikjum. Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, það er bikar í næstu viku og svo erum við að fara í Evrópukeppni og spennandi tímabil framundan og fullt af hlutum sem við ætlum að gera betur”, sagði Andri að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti