Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2021 09:20 Frá rostunganýlendu á Svalbarða. Getty/Peter Orr. Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni: Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni:
Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00