Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2021 09:20 Frá rostunganýlendu á Svalbarða. Getty/Peter Orr. Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni: Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni:
Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00