Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 20:00 Sumarliði Ásgeirsson er mikill áhugamaður um mat og krydd. Vísir/Sigurjón Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd. „Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Stykkishólmur Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
„Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Stykkishólmur Matur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira