Gengið til kosninga Bergvin Eyþórsson skrifar 24. september 2021 18:30 Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar