Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:54 Fjölskyldan að Syðra-Skörðugili. bbl.is „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“ Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“
Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira