Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn Ólafur Halldórsson skrifar 24. september 2021 18:01 Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun