Allt sem við getum gert, höfum við efni á Jökull Sólberg skrifar 24. september 2021 13:00 Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun