Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir skrifar 24. september 2021 09:30 Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Íslenska krónan Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun