Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2021 23:15 Hugmynd að nýjum sjávarbakka á Bíldudal. Kaupmannshúsið fyrir miðju. Áhugahópur um Bíldudal. Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Pétur J. Thorsteinsson byggði húsið þegar veldi hans stóð sem hæst. Hann var um tíma einn auðugasti maður Íslands og stofnaði Milljónafélagið ásamt Thor Jensen. Minnisvarði á Bíldudal um hjónin Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildi Guðmundsdóttur, foreldra Muggs.Egill Aðalsteinsson Pétur var fæddur í Otradal við Arnarfjörð og stóð fyrir umfangsmiklum atvinnurekstri á Bíldudal á árunum 1880 til 1914. Kaupmannshúsið brann árið 1928 en teikningar hafa varðveist af húsinu. Gömul ljósmynd af Kaupmannshúsinu á Bíldudal frá aldamótaárinu 1900. Kaupmannshúsið var bæði verslunarhús og heimili Péturs og eiginkonu hans, Ásthildar Guðmundsdóttur. Þar fæddist sonur þeirra, Guðmundur Thorsteinsson, árið 1891, betur þekktur sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Muggur. Kaupmannshúsin, höll PJ Thorsteinssonar, stendur við þessa teikningu.Teikning/Ingvaldur Nikulásson. Húsið þótti eitt það veglegasta á Íslandi á sínum tíma og til dæmis stóð gosbrunnur framan við innganginn að íbúð kaupmannsins. Kaupfélag Arnfirðinga reisti síðar verslunarhús á lóðinni sem enn stendur og hýsir núna skrifstofur Arnarlax. Það eru einmitt stofnendur Arnarlax ásamt forystumönnum Vesturbyggðar sem myndað hafa hóp um að endurreisa Kaupmannshúsið sem og tvö önnur frá sama tíma, húsið Svalborg og svokallað Bullshús. Hugmyndin er að húsin verði reist innan við smábátabryggjuna.Vilhelm Gunnarsson Staðsetningin er hugsuð við höfnina. Þannig yrði byggt við götumynd sem þegar er til staðar og mynduð gata fyrir aftan í gömlum stíl. Húsið Svalborg stendur núna hjá kirkjunni en hugmyndin er að það yrði flutt. Bullshúsið hafði áður verið tekið niður fjöl fyrir fjöl en yrði reist að nýju. Teikningin sýnir herbergjaskipan í Kaupmannshúsinu á Bíldudal.Minjasafnið, Hnjóti Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir hópinn sjá þetta sem leið til að mýkja ásýnd Bíldudals. Þarna gæti fólk setið á bryggjunni og fylgst með athafnalífinu við höfnina og snætt veitingar um leið. Vesturbyggð hefur þegar stigið fyrsta formlega skrefið með því að sækja um styrk til Fiskeldissjóðs til að frumhanna húsin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veldi Péturs Thorsteinssonar teygði sig fljótlega yfir á Patreksfjörð, og síðan víðar um land, eins og minnst var á í þessum þætti fyrir fjórum árum: Vesturbyggð Húsavernd Skipulag Fornminjar Fiskeldi Tengdar fréttir Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. 10. júlí 2021 19:08 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Pétur J. Thorsteinsson byggði húsið þegar veldi hans stóð sem hæst. Hann var um tíma einn auðugasti maður Íslands og stofnaði Milljónafélagið ásamt Thor Jensen. Minnisvarði á Bíldudal um hjónin Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildi Guðmundsdóttur, foreldra Muggs.Egill Aðalsteinsson Pétur var fæddur í Otradal við Arnarfjörð og stóð fyrir umfangsmiklum atvinnurekstri á Bíldudal á árunum 1880 til 1914. Kaupmannshúsið brann árið 1928 en teikningar hafa varðveist af húsinu. Gömul ljósmynd af Kaupmannshúsinu á Bíldudal frá aldamótaárinu 1900. Kaupmannshúsið var bæði verslunarhús og heimili Péturs og eiginkonu hans, Ásthildar Guðmundsdóttur. Þar fæddist sonur þeirra, Guðmundur Thorsteinsson, árið 1891, betur þekktur sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Muggur. Kaupmannshúsin, höll PJ Thorsteinssonar, stendur við þessa teikningu.Teikning/Ingvaldur Nikulásson. Húsið þótti eitt það veglegasta á Íslandi á sínum tíma og til dæmis stóð gosbrunnur framan við innganginn að íbúð kaupmannsins. Kaupfélag Arnfirðinga reisti síðar verslunarhús á lóðinni sem enn stendur og hýsir núna skrifstofur Arnarlax. Það eru einmitt stofnendur Arnarlax ásamt forystumönnum Vesturbyggðar sem myndað hafa hóp um að endurreisa Kaupmannshúsið sem og tvö önnur frá sama tíma, húsið Svalborg og svokallað Bullshús. Hugmyndin er að húsin verði reist innan við smábátabryggjuna.Vilhelm Gunnarsson Staðsetningin er hugsuð við höfnina. Þannig yrði byggt við götumynd sem þegar er til staðar og mynduð gata fyrir aftan í gömlum stíl. Húsið Svalborg stendur núna hjá kirkjunni en hugmyndin er að það yrði flutt. Bullshúsið hafði áður verið tekið niður fjöl fyrir fjöl en yrði reist að nýju. Teikningin sýnir herbergjaskipan í Kaupmannshúsinu á Bíldudal.Minjasafnið, Hnjóti Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir hópinn sjá þetta sem leið til að mýkja ásýnd Bíldudals. Þarna gæti fólk setið á bryggjunni og fylgst með athafnalífinu við höfnina og snætt veitingar um leið. Vesturbyggð hefur þegar stigið fyrsta formlega skrefið með því að sækja um styrk til Fiskeldissjóðs til að frumhanna húsin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veldi Péturs Thorsteinssonar teygði sig fljótlega yfir á Patreksfjörð, og síðan víðar um land, eins og minnst var á í þessum þætti fyrir fjórum árum:
Vesturbyggð Húsavernd Skipulag Fornminjar Fiskeldi Tengdar fréttir Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. 10. júlí 2021 19:08 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. 10. júlí 2021 19:08
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent