Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2021 11:16 Ásmundur Einar Daðason er í einlægu viðtali um æskuna í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Snæbjörn talar við fólk Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Ásmundur lagði sig sérstaklega eftir því að fá að verða barnamálaráðherra meðfram félagsmálaráðuneytinu. Hann var upphaflega félags- og jafnréttismálaráðherra en ákvað í samráði við Katrínu Jakobs og Sigurð Inga að taka fremur titilinn félags- og barnamálaráðherra og færa jafnréttismálin til forsætisráðherrans. Með þessu vildi Ásmundur vinna staðfastlega að því að bæta málefni barna frá grunni og upp, frekar en að „slökkva elda“ þegar þeir birtust. Ásmundur ólst upp við mikinn óstöðugleika í æsku. Hann gekk í sjö grunnskóla á átta árum, bjó í tveimur löndum og leitaði mikið til afa síns í sveitinni. Í dag vildi hann ekki breyta þessu þar sem hann telur mótlætið í æsku hafa mótað sig sem manneskju í dag. Á eldri árum hefur hann unnið mikið í sjálfum sér og byggir á þessari reynslu í ráðuneytisvinnu sinni. Hann var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í brotinu hér fyrir neðan talar Ásmundur um æskuna. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Ásmundur Einar Daðason Grasið alltaf grænna „Við bjuggum í Búðardal fyrstu ár ævi minnar. Mamma og pabbi skildu þegar ég var fimm ára og þá flutti ég með mömmu til Reykjavíkur.“ Eftir að foreldrar Ásmundar skildu bjó hann hjá móður sinni og þau fluttu mjög oft, bæði innan Íslands og að endingu til Noregs. Í mörg ár bjó Ásmundur við óreglu og ofbeldi á heimilinu. „Það var áfengi og tíð makaskipti eftir að mamma og pabbi skildu, alltaf verið að flytja á nýjan og nýjan stað. Grasið alltaf grænna hinum megin.“ Ásmundur flutti einn með móður sinni til Noregs, því þá var systir hans orðin það gömul að hún valdi að flytja ekki. Þegar til Noregs var komið hafði hann ekki lengur bakland til að leita til endrum og eins. Fyrir vikið fann hann sér félagsskap sem hefði getað leitt hann á glapstigu og tók hann þá ákvörðun á unglingsárum að hann skyldi flytja heim til Íslands til að búa hjá föður sínum. „Það var mikið óregla og rugl. Þá segir ég við mömmu, ég held að ég flytji til pabba.“ Var alltaf hressi gaurinn Í gegnum öll árin, fyrir og eftir flutning til föður síns, var hann alltaf mjög jákvæður og driftugur ungur maður þrátt fyrir erfiðleikana í kringum sig. Ásmundur var virkur í félagslífinu og sat í stjórnum nemendafélaga og fékk í háskólanum viðurkenningu fyrir þátttöku í félagsmálum. „Ég var alltaf hressasti gaurinn.“ Á Hvanneyri kynntist Ásmundur konunni sinni. Það var ekki fyrr en hann var kominn í stjórnmálin sem hann fann að hann héldi hlutum í ákveðinni fjarlægð og hleypti þeim ekki of nálægt sér. „Um leið og eitthvað kom of nálægt mér þá ýtti ég því frá mér.“ Hann átti erfitt með að gefa af sér og sleppti aldrei niður skildinum. Á endanum er það eiginkona Ásmundar sem hjálpar honum að vinna sig í gegnum þessar áskoranir æskunnar og tækla málin opinskátt. Í dag þykir honum mjög vænt um móður sína og sér í henni það fólk sem hann vill ná að hjálpa í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify. Ásmundur hóf að opna sig þegar hann fann að hann þyrfti að vinna í sínum málum til að geta látið samband sitt og eiginkonunnar endast. Þá fór hann á Al-Anon fundi, sem eru fundir fyrir aðstandendur fólks með áfengisvanda, þar sem hann hlustaði á mörg deila sögum sínum sem líktust hans sögu. Ásmundur segist ekki hafa tekið öll skrefin í Al-Anon sökum eigin meðvirkni, en að mæta á fundi hafi opnað augu hans og gert honum kleift að vinna í sínum málum. Hann eigi þó sína slæmu daga inn á milli þar sem kvíðinn tekur yfir. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. Mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins. Snæbjörn talar við fólk Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ásmundur lagði sig sérstaklega eftir því að fá að verða barnamálaráðherra meðfram félagsmálaráðuneytinu. Hann var upphaflega félags- og jafnréttismálaráðherra en ákvað í samráði við Katrínu Jakobs og Sigurð Inga að taka fremur titilinn félags- og barnamálaráðherra og færa jafnréttismálin til forsætisráðherrans. Með þessu vildi Ásmundur vinna staðfastlega að því að bæta málefni barna frá grunni og upp, frekar en að „slökkva elda“ þegar þeir birtust. Ásmundur ólst upp við mikinn óstöðugleika í æsku. Hann gekk í sjö grunnskóla á átta árum, bjó í tveimur löndum og leitaði mikið til afa síns í sveitinni. Í dag vildi hann ekki breyta þessu þar sem hann telur mótlætið í æsku hafa mótað sig sem manneskju í dag. Á eldri árum hefur hann unnið mikið í sjálfum sér og byggir á þessari reynslu í ráðuneytisvinnu sinni. Hann var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í brotinu hér fyrir neðan talar Ásmundur um æskuna. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Ásmundur Einar Daðason Grasið alltaf grænna „Við bjuggum í Búðardal fyrstu ár ævi minnar. Mamma og pabbi skildu þegar ég var fimm ára og þá flutti ég með mömmu til Reykjavíkur.“ Eftir að foreldrar Ásmundar skildu bjó hann hjá móður sinni og þau fluttu mjög oft, bæði innan Íslands og að endingu til Noregs. Í mörg ár bjó Ásmundur við óreglu og ofbeldi á heimilinu. „Það var áfengi og tíð makaskipti eftir að mamma og pabbi skildu, alltaf verið að flytja á nýjan og nýjan stað. Grasið alltaf grænna hinum megin.“ Ásmundur flutti einn með móður sinni til Noregs, því þá var systir hans orðin það gömul að hún valdi að flytja ekki. Þegar til Noregs var komið hafði hann ekki lengur bakland til að leita til endrum og eins. Fyrir vikið fann hann sér félagsskap sem hefði getað leitt hann á glapstigu og tók hann þá ákvörðun á unglingsárum að hann skyldi flytja heim til Íslands til að búa hjá föður sínum. „Það var mikið óregla og rugl. Þá segir ég við mömmu, ég held að ég flytji til pabba.“ Var alltaf hressi gaurinn Í gegnum öll árin, fyrir og eftir flutning til föður síns, var hann alltaf mjög jákvæður og driftugur ungur maður þrátt fyrir erfiðleikana í kringum sig. Ásmundur var virkur í félagslífinu og sat í stjórnum nemendafélaga og fékk í háskólanum viðurkenningu fyrir þátttöku í félagsmálum. „Ég var alltaf hressasti gaurinn.“ Á Hvanneyri kynntist Ásmundur konunni sinni. Það var ekki fyrr en hann var kominn í stjórnmálin sem hann fann að hann héldi hlutum í ákveðinni fjarlægð og hleypti þeim ekki of nálægt sér. „Um leið og eitthvað kom of nálægt mér þá ýtti ég því frá mér.“ Hann átti erfitt með að gefa af sér og sleppti aldrei niður skildinum. Á endanum er það eiginkona Ásmundar sem hjálpar honum að vinna sig í gegnum þessar áskoranir æskunnar og tækla málin opinskátt. Í dag þykir honum mjög vænt um móður sína og sér í henni það fólk sem hann vill ná að hjálpa í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify. Ásmundur hóf að opna sig þegar hann fann að hann þyrfti að vinna í sínum málum til að geta látið samband sitt og eiginkonunnar endast. Þá fór hann á Al-Anon fundi, sem eru fundir fyrir aðstandendur fólks með áfengisvanda, þar sem hann hlustaði á mörg deila sögum sínum sem líktust hans sögu. Ásmundur segist ekki hafa tekið öll skrefin í Al-Anon sökum eigin meðvirkni, en að mæta á fundi hafi opnað augu hans og gert honum kleift að vinna í sínum málum. Hann eigi þó sína slæmu daga inn á milli þar sem kvíðinn tekur yfir. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. Mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira