Af hverju er ég í Sjálfstæðisflokknum? Elsa B. Valsdóttir skrifar 23. september 2021 08:45 Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun