Tökum okkur tíma Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2021 07:00 Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun