Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Snorri Másson skrifar 22. september 2021 21:00 Auglýsingar frá stjórnmálaflokkum hafa ekki farið framhjá einum einasta manni síðustu daga. Eða hann þyrfti alla vega að hafa komið sér kirfilega fyrir í helli til þess að sleppa við þær. Vísir/Egill Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. Það færist hiti í leikinn í kosningabaráttunni. Facebook og dótturfyrirtæki þess Instagram njóta góðs af en íslenskir fjölmiðlar og skiltaeigendur þó enn frekar. Miðflokkurinn er helsta eyðsluklóin á Facebook með 3,2 milljónir en fast á hæla þeirra fylgir Flokkur fólksins með rúmar 2,7. Píratar eru áberandi eyðslugrannir og hafa aðeins eytt tæpum 148 þúsund krónum á aðalsíðu sinni í kosningabaráttunni. Flokkurinn hefur þar eytt minna en til dæmis Ásmundur Einar Daðason einn og sér, sem hefur eytt rúmri hálfri milljón á síðasta mánuði. Ítarlega umfjöllun Stöðvar 2 má sjá hér: „Við erum auðvitað að sjá stóru flokkana, þessa rótgrónu sem hafa verið lengi í þessu, að þeir eru passasamari. Það má kannski líkja þessu við stórfyrirtæki sem er með skýra stefnu um það hvernig þeir koma öllu út. Á meðan hafa litlu flokkarnir meira um að berjast að koma sér inn og meira að sanna, þeir eru að fara út fyrir kassann og gera eitthvað aðeins öðruvísi, sem er kannski að vekja eftirtekt,“ sagði Sigurður Svansson, einn eigenda auglýsingastofunnar Sahara, kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigurður Svansson auglýsingamaður.Vísir/Egill Peningar til Facebook og Instagram fara úr landi eins og gefur að skilja, sem er auðvitað ekki óumdeilt. Brúnin ætti þó aðeins að léttast á andstæðingum slíkra fjárútláta þegar litið er til þess, að töluvert meira fé er varið í innlendar auglýsingar. Gísli Rafn Ólafsson, kosningastjóri Pírata og frambjóðandi í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, segir meðvitaða ákvörðun að verja aðeins fjórðungi auglýsingafjár flokksins í erlenda samfélagsmiðla, enda sé það ábyrgðarhluti að styðja við íslenska fjölmiðla. Þó séu útgjöld flokksins á Facebook ekki eins lítil og virðist í fyrstu, enda sé þeim dreift á ólíkar síður á vegum Pírata. Mörg hundruð þúsund krónur fyrir sólarhringinn Fréttastofan fór á stúfana um bæinn, fletti í dagblöðum og las vefmiðla - og komst að raun um að það er ekki ódýrt að auglýsa eins og flokkarnir gera nú um mundir. Það eru um 300 strætóskýli í bænum og að birtast þar á mínútufresti kostar um fjögur hundruð þúsund krónur á dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Við þetta bætist síðan um 90 þúsund króna vaskur. Það eru um tuttugu auglýsingaskjáir í bænum og að fara á þá alla á mínútufresti kostar líka um fjögur hundruð þúsund kall á dag. Píratar verja aðeins 25% af auglýsingafé sínu í samfélagsmiðlaauglýsingar. Heilsíða í íslensku dagblaði getur kostað um 200 þúsund krónur og svipað gildir um borða á mest lesna vefmiðli landsins, Vísi. Við þetta bætast svo sjónvarps- og útvarpsauglýsingar og ljóst að veltan er talsverð. Sem betur fer sitja stjórnmálaflokkarnir á digrum sjóðum, sem eru vel að merkja að uppistöðu fjármagnaðir með skattfé. Nánar tiltekið sífellt meira skattfé: Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka nema 728 milljónum í ár, þar af fékk Sjálfstæðisflokkurinn 173 milljónir í samræmi við um 24% fylgi. Þessi útgjöld hafa margfaldast á síðustu árum: Fyrir fimm árum námu þau aðeins um 286 milljónum samtals til allra flokka. Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfélagsmiðlar Reykjavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. 9. september 2021 11:52 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Það færist hiti í leikinn í kosningabaráttunni. Facebook og dótturfyrirtæki þess Instagram njóta góðs af en íslenskir fjölmiðlar og skiltaeigendur þó enn frekar. Miðflokkurinn er helsta eyðsluklóin á Facebook með 3,2 milljónir en fast á hæla þeirra fylgir Flokkur fólksins með rúmar 2,7. Píratar eru áberandi eyðslugrannir og hafa aðeins eytt tæpum 148 þúsund krónum á aðalsíðu sinni í kosningabaráttunni. Flokkurinn hefur þar eytt minna en til dæmis Ásmundur Einar Daðason einn og sér, sem hefur eytt rúmri hálfri milljón á síðasta mánuði. Ítarlega umfjöllun Stöðvar 2 má sjá hér: „Við erum auðvitað að sjá stóru flokkana, þessa rótgrónu sem hafa verið lengi í þessu, að þeir eru passasamari. Það má kannski líkja þessu við stórfyrirtæki sem er með skýra stefnu um það hvernig þeir koma öllu út. Á meðan hafa litlu flokkarnir meira um að berjast að koma sér inn og meira að sanna, þeir eru að fara út fyrir kassann og gera eitthvað aðeins öðruvísi, sem er kannski að vekja eftirtekt,“ sagði Sigurður Svansson, einn eigenda auglýsingastofunnar Sahara, kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigurður Svansson auglýsingamaður.Vísir/Egill Peningar til Facebook og Instagram fara úr landi eins og gefur að skilja, sem er auðvitað ekki óumdeilt. Brúnin ætti þó aðeins að léttast á andstæðingum slíkra fjárútláta þegar litið er til þess, að töluvert meira fé er varið í innlendar auglýsingar. Gísli Rafn Ólafsson, kosningastjóri Pírata og frambjóðandi í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, segir meðvitaða ákvörðun að verja aðeins fjórðungi auglýsingafjár flokksins í erlenda samfélagsmiðla, enda sé það ábyrgðarhluti að styðja við íslenska fjölmiðla. Þó séu útgjöld flokksins á Facebook ekki eins lítil og virðist í fyrstu, enda sé þeim dreift á ólíkar síður á vegum Pírata. Mörg hundruð þúsund krónur fyrir sólarhringinn Fréttastofan fór á stúfana um bæinn, fletti í dagblöðum og las vefmiðla - og komst að raun um að það er ekki ódýrt að auglýsa eins og flokkarnir gera nú um mundir. Það eru um 300 strætóskýli í bænum og að birtast þar á mínútufresti kostar um fjögur hundruð þúsund krónur á dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Við þetta bætist síðan um 90 þúsund króna vaskur. Það eru um tuttugu auglýsingaskjáir í bænum og að fara á þá alla á mínútufresti kostar líka um fjögur hundruð þúsund kall á dag. Píratar verja aðeins 25% af auglýsingafé sínu í samfélagsmiðlaauglýsingar. Heilsíða í íslensku dagblaði getur kostað um 200 þúsund krónur og svipað gildir um borða á mest lesna vefmiðli landsins, Vísi. Við þetta bætast svo sjónvarps- og útvarpsauglýsingar og ljóst að veltan er talsverð. Sem betur fer sitja stjórnmálaflokkarnir á digrum sjóðum, sem eru vel að merkja að uppistöðu fjármagnaðir með skattfé. Nánar tiltekið sífellt meira skattfé: Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka nema 728 milljónum í ár, þar af fékk Sjálfstæðisflokkurinn 173 milljónir í samræmi við um 24% fylgi. Þessi útgjöld hafa margfaldast á síðustu árum: Fyrir fimm árum námu þau aðeins um 286 milljónum samtals til allra flokka.
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfélagsmiðlar Reykjavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. 9. september 2021 11:52 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38
Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00
Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. 9. september 2021 11:52