Einn flokkur hlustar best á eldri borgara Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. september 2021 07:46 Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eldri borgarar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun