Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar Lárus Jón Guðmundsson skrifar 22. september 2021 08:31 Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar