Messi virtist undrandi á samlanda sínum þegar hann var tekinn af velli, en Pochettino segir að hann hafi fengið högg á vinstra hnéð.
PSG leikur gegn Metz á morgun, en Messi mun ekki taka þátt í þeim leik vegna þessara meiðsla, og óvíst er hvort að hann geti spilað þegar að liðið mætir Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.
Leikurinn gegn Lyon síðasta sunnudag var þriðji leikur Messi með PSG síðan hann gekk í raðir félagsins, og sá fyrsti á Parc des Princes, heimavelli Parísaliðsins.
Í flestum tilvikum væri fólk ekki að kippa sér mikið upp við það að nýr leikmaður í nýju liði og nýju landi væri ekki búinn að skora, en þegar að kemur að Lionel Messi stingur það aðeins í stúf að hann hafi ekki enn fundið netmöskvana fyrir Parísarliði.