Viðreisn er auðvaldsflokkur Jökull Sólberg skrifar 21. september 2021 16:00 Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Jökull Sólberg Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun