„Við erum eiginlega nýbúin að fá hann og hittum fyrrum eiganda hans í gær og hann sagði okkur einmitt að hann hefði verið með vatn að leika við hann,“ segir María Kristensen, eigandi Klaka.
María starfar á Bravó og segir lítið mál að taka Klaka með í vinnuna. Það er enda ekki flóknara að hafa ofan af fyrir hundinum en svo að það nægir að skjótast bara með hann út á stétt og gefa honum smá vatn.
Fréttastofa spjallaði aðeins við Klaka og talsmenn hans á umráðasvæði hudnsins í miðbæ Reykjavíkur: