Samfylkingin í sókn Logi Einarsson skrifar 20. september 2021 11:01 Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Samfylkingin Norðausturkjördæmi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun