Amy Schumer lét fjarlægja í sér legið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. september 2021 10:30 Leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið og botnlangann vegna slæmra verkja af völdum endómetríósu. Getty/Frazer Harrison Bandaríska leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið eftir að hafa liðið miklar þjáningar vegna endómetríósu. Schumer deilir þessari lífsreynslu með fylgjendum sínum á Instagram. „Ef þú færð mjög mikla túrverki þá gæti verið að þú sért með endómetríósu,“ skrifar leikkonan undir mynd af sér á spítala. Meðfylgjandi er einnig myndband þar sem hún greinir frá því að hún hafi látið fjarlægja í sér legið. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Schumer sem er 40 ára gömul segist hafa verið með um þrjátíu bletti af endómetríósu sem hefðu verið fjarlægðir með legnáminu. Þá útskýrir hún að það hafi einnig þurft að fjarlægja botnlanga hennar vegna þess að endómetríósan hefði „ráðist á hann“. „Það var mjög, mjög mikið af blóði í þvaginu mínu. Ég er aum og ég er með verki sem líkjast vindverkjum,“ segir hún í myndbandinu en bætir því við að þrátt fyrir verkina finni hún strax mun á orkunni sinni. Það var eiginmaður hennar, Chris Fischer sem tók upp myndbandið en saman eiga þau hinn tveggja ára gamla Gene David. Schumer var viðmælandi í þættinum Sunday Today with Willie Geist á síðasta ári. Þar greindi hún frá því að þau hefðu þurft aðstoð tækninnar til þess að eignast son sinn. Það ferli hafi reynst henni afar sársaukafullt og hún hefði ákveðið að ganga ekki í gegnum slíkt aftur. Hollywood Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Ef þú færð mjög mikla túrverki þá gæti verið að þú sért með endómetríósu,“ skrifar leikkonan undir mynd af sér á spítala. Meðfylgjandi er einnig myndband þar sem hún greinir frá því að hún hafi látið fjarlægja í sér legið. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Schumer sem er 40 ára gömul segist hafa verið með um þrjátíu bletti af endómetríósu sem hefðu verið fjarlægðir með legnáminu. Þá útskýrir hún að það hafi einnig þurft að fjarlægja botnlanga hennar vegna þess að endómetríósan hefði „ráðist á hann“. „Það var mjög, mjög mikið af blóði í þvaginu mínu. Ég er aum og ég er með verki sem líkjast vindverkjum,“ segir hún í myndbandinu en bætir því við að þrátt fyrir verkina finni hún strax mun á orkunni sinni. Það var eiginmaður hennar, Chris Fischer sem tók upp myndbandið en saman eiga þau hinn tveggja ára gamla Gene David. Schumer var viðmælandi í þættinum Sunday Today with Willie Geist á síðasta ári. Þar greindi hún frá því að þau hefðu þurft aðstoð tækninnar til þess að eignast son sinn. Það ferli hafi reynst henni afar sársaukafullt og hún hefði ákveðið að ganga ekki í gegnum slíkt aftur.
Hollywood Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira