Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:46 Bræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir hafa haldið Bræðsluna frá árinu 2005. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum. Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum.
Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira