Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:46 Bræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir hafa haldið Bræðsluna frá árinu 2005. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum. Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum.
Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira